fbpx

Öflugur ráðgjafi með breiðan bakgrunn og styrk markþjálfans

Aðalheiður Sigursveinsdóttir – stofnandi 

Á starfsferil sínum hefur Aðalheiður verið ötul við að takast á hendur fjölbreytta ábyrgð á ólíkum fagsviðum. Hún hefur verið óþrjótandi í að viða að sér nýrri þekkingu á sviði stjórnunar og þróunar af ýmsum toga og nýtt hana á breiðum grunni.

Aðalheiður sérhæfir sig í breytingastjórnun, ákvarðanatöku og leiðtogaþjálfun þar sem hún hefur komið að breytingum hjá tugum fyrirtækja og stofnana á síðustu árum.

Hún hefur því mjög víðtæka reynslu, sér í lagi af breytingastjórnun og innleiðingu stefnu. Hún hefur einnig starfað sem mannauðsstjóri, samskiptastjóri, gæðastjóri, verkefnastjóri, rekstrarstjóri og aðstoðarmaður ráðherra.  Aðalheiður hlaut 2. sæti í Nýsköpunarverðlaunum forsetans árið 1997 fyrir rannsókn á forgangsröðun á biðlistum heilbrigðisstofnana.

Aðalheiður hefur þróað fjölmörg hagnýt námskeið sem hlotið hafa mikið lof fyrir að vera hagnýt, hnitmiðuð og innihaldsrík. Aðalheiður er einnig  þjálfari hjá FranklinCovey á Íslandi.

 • Menntun: 
  MBA, Háskólinn í Reykjavík,
  Markþjálfun, Háskólinn í Reykjavík
  BA próf í heimspeki – Háskóli Íslands
  Einkaþjálfari og pilates kennari

 • Aðalheiður Sigursveinsdóttir
  Aðalheiður Sigursveinsdóttir

“hef ástríðu fyrir því að efla fólk”

Hlutverk Breytingar er  að veita fólki innblástur og hvatningu til að skapa nýja möguleika til framþróunar og hvetja aðra til þess sama, þannig sköpum við nærandi samfélag sem eflir fólk til betri lífsgæða.

Starfsemi Breytingar er fjölbreytt en samnefnari verkefna, hvort sem er í ráðgjöf, markþjálfun eða námskeiðum,  er iðulega að greina ný tækifæri og sjónarhorn til þess að teknar séu nýjar ákvarðanir .

Lykill að árangri í ráðgjöf er  trúnaður í samskiptum svo að  hægt sé að skapa og þróa hugmyndir. Með öflugum greiningarleiðum  má koma auga á ný sjónarhorn og tækifæri. Það veitir innblástur til að þróa nýjar leiðir, gefur afl og virkjar sköpunarmátt. En það er líka kraftmikið þegar við horfum á veikleika okkar og lærdóm. Þegar við getum hvoru tveggja, verið í styrkleikum okkar og verið berskjölduð í erfiðum aðstæðum, þá erum við öflug og náum betri tengslum við aðra. Þannig hvetjum við aðra til gera slíkt hið sama. Það er vegferð sem aldrei tekur enda, við erum öll á leiðinni.

Breyting er í samstarfi við eftirtalda fagaðila í ráðgjöf og markþjálfun.

Vendum  – Expectus – Franklin Covey  Ráðum  –  Ozio

Nálgun verkefna

Framlag Breytingar felur í sér

 • Heilindi sem tengir fólk

  Að setja fram spurningar og niðurstöður með skýrum og ótvíræðum hætti, þar sem lagt er áherslu á að vinna fyrir og með fólki af heilum hug auk miðlun reynslu og þekkingar.

 • Framsýni sem skilar langtíma árangri

  Með því að fylgjast með og hafa frumkvæði að þróun í formi innri vaxtar hjá fólki og rekstrareiningum skapast langtíma virði sem nýtist til frambúðar. Framsýni birtist þannig í þekkingaröflun og sífelldri þjálfun innan fyrirtækis og hjá einstaklingum.

 • Eflandi sköpunarkraft

  Þar sem unnið er að nýjum lausnum með það að markmiði að skila auknu virði fyrir hvern og einn, gerð er krafa um góða og sértæka greiningu þarfa og felur í sér sveigjanleika í lausnum.

Lóðs er þróunar- og framleiðslufélag sem vinnur að skemmtilegum verkefnum og hleypir hugmyndum í framkvæmd.

Það er okkar trú að með því að láta nýstárlegar hugmyndir verða að veruleika gerum við heiminn magnaðari  og enn fjölbreyttari.

Lóðs vinnur með frábæru listafólki, hugmyndasmiðum og sérfræðingum úr ýmsum áttum sem á það sameiginlegt að vera skapandi, sjálfstætt og gefandi í samstarfi.

Lóðs er drifinn áfram af tærum og brennandi sköpunarkrafti og sérstökum áhuga á tjáningu og fegurð mennskunnar.

Lóðs rekur ráðgjafarfyrirtækið Breytingu, stendur að sjónvarpsþáttum, hannar og framleiðir spil,  myndir  svo að eitthvað sé nefnt.

Við erum einfaldlega fullt af alls konar !

Hafðu samband

Sendu mér skilaboð og ég hef samband við fyrsta tækiæri.

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0