fbpx

“ástríða að vera eflanda”

Hlutverk Breytingar er að veita fólki innblástur og hvatningu til að skapa nýja möguleika til framþróunar og hvetja aðra til þess sama, þannig sköpum við nærandi samfélag sem eflir fólk til betri lífsgæða.

Starfsemi Breytingar er fjölbreytt en samnefnari verkefna er iðulega að ný tækifæri og sjónarhorn til nýrra ákvarðana.

Lykill að árangri í ráðgjöf er trúnaður í samskiptum svo að hægt sé að skapa öryggi, streita og óöryggi hindrar skapandi hugsun.
Með öflugum greiningarleiðum má koma auga á ný sjónarhorn og samtengingu hluta. Það veitir innblástur til að þróa nýjar leiðir, gefur afl og virkjar sköpunarmátt. Það getur að sama skapi verið  kraftmikið að horfa á skuggahliðar hæfni, veikleikana sem eru til staðar. Þegar við getum hvoru tveggja, byggt á styrkleikum  og verið berskjölduð í erfiðum aðstæðum, þá erum við öflug og og líklegri til að mynda sterka tengingu við aðra.  Á sama tíma virkar berskjöld iðulega sem hvatning til annarra að gera slíkt hið sama. Það er vegferð sem aldrei tekur enda, við erum öll á leiðinni.

Aðalheiður Sigursveinsdóttir, stofnandi Lóðs ehf:
Ég hef breitt áhugasvið og mikla þörf fyrir að bæta stöðugt við mig þekkingu og styrkja fjölbreytta hæfni. Með samblandi af forvitni og tilhneigingu til að segja já við nýjum tækifærum hafa margar ólíkar dyr opnast á starfsferli mínum.
Leiðin var hvorki fyrirfram mörkuð né er hún það hér eftir. Á síðasta áratug hef ég þó oftar en ekki unnið að breytingum af margvíslegum toga. Á ferilskránni eru ýmis starfsheiti svo sem mannauðsstjóri, samskiptastjóri, sviðsstjóri gæðastjóri, verkefnastjóri, rekstrarstjóri og aðstoðarmaður ráðherra.  En sennilega er ég stoltust af því að hafa unnið sem bílasali þegar ég var í heimspekinámi og hlaut á sama tíma 2. sæti í Nýsköpunarverðlaunum forsetans árið 1997 fyrir rannsókn á forgangsröðun á biðlistum heilbrigðisstofnana.
Sérhæfing mín sem ráðgjafi á sér nokkrar hliðar, en breytingastjórnun, leiðtogaþjálfun og meðvitað að beita innsæi  mínu og dýpt  er meðal þess sem er órjúfanlegt mínum verkefnum.

Eftir að hafa unnið með tugum fyrirtækja og stofnana í ýmsum áskorunum eflist næmt auga fyrir tækifærum í þjónustu, rekstri og forgangsröðun. Að auki hef ég þróað námskeið sem hafa fengið góða endurgjöf fyrir að vera hagnýt og hnitmiðuð og haldið fjölmarga fyrirlestra á breiðu sviði, allt frá töfrum ADHD til styttingar vinnuviku.

Fyrirtækið Lóðs ehf  var upphaglega hugsað sem rekstraraðili Breytingar og hefur reksturinn gengið með ágætum. Ég hef verið svo lánsöm að þurfa að bæta við mig góðu fólki sem  til tímabundinna starfa og eða hlutastarfa allt eftir verkefnum og hæfnisþáttum sem nýtast hverju sinni.  Auk þess vinn ég gjarnan með öðrum ráðgjafafyrirtækjum í afmörkuðum verkefnum.

Á þessu ári hefur bæst við þróun á verkefna sem eru af öðrum toga og tengjast ýmiskonar sköpun og framleiðslu. Það er margt sem segir mér að framhald verði á því.
Spilið Orða var þróað af mér og útgefið af Lóðs í nóvember 2020. Fleiri hugmyndir að spilum og tengdri starfsemi eru þegar á teikniborðinu. Þá eru fleiri spennandi verkefni í vinnslu sem tengjast útgáfu, upplifun og enn enn meiri sköpun.

Ég er þjálfari hjá FranklinCovey á Íslandi sem býður upp á úrval námskeiða á heimsmælikvarða.

Menntun:
MBA, Háskólinn í Reykjavík,
Markþjálfun, Háskólinn í Reykjavík
BA próf í heimspeki – Háskóli Íslands
Einkaþjálfari og pilates kennari
Reiki I&II og stunda nám í Cranio.

Breyting er í samstarfi við eftirtalda fagaðila í ráðgjöf og markþjálfun:  VendumExpectusFranklin CoveyRáðumOzio

 • Aðalheiður Sigursveinsdóttir
  Aðalheiður Sigursveinsdóttir

Nálgun verkefna

Framlag Breytingar felur í sér

 • Heilindi sem tengir fólk

  Að setja fram spurningar og niðurstöður með skýrum og ótvíræðum hætti, þar sem lagt er áherslu á að vinna fyrir og með fólki af heilum hug auk miðlun reynslu og þekkingar.

 • Framsýni skilar varanlegri þróun

  Með því að fylgjast með og hafa frumkvæði að þróun í formi innri vaxtar hjá fólki og rekstrareiningum skapast langtíma virði sem heldur áfram að skila vexti. Framsýni birtist í endurnýjn þekkingar í bland við áunna reynslu.

 • Eflandi sköpunarkraft

  Þegar unnið er að nýjum lausnum þarf nýjar leiðir og sjónarhorn. Að hafa augastað á síbreytilegum þörfum viðskiptavina og mati þeirra á virði er kalla fram nýjar lausnir. Því meiri skilning sem hlutstum, því betur skiljum við, því meira sem við prófum því betri verðum við.

Hafðu samband

Sendu mér skilaboð og ég hef samband við fyrsta tækiæri.

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0