Það er alltaf hægt að finna nýja leið

Það eru fjölmargar áskoranir sem fylgja stjórnunarlegri ábyrgð þegar kemur að breytingum á vinnustað.

Reynslan hefur sýnt að góð greining í nánu samstarfi við viðskiptavini mína skilar bestum árangri fyrir langtíma árangur.

Hvert verkefni í ráðgjöf er ólíkt öðrum, enda hver vinnustaður með sína sögu, menningu og tækifæri til að vinna með.

Það eru fjölmargar lausnir í boði og ég er óhrædd við að benda á góðar lausnir, hvort sem þær eru í boði hjá Breytingu eða þær sem leynast úti á markaðnum.

Umsagnir

 • "Aðalheiður er fljót að átta sig á því hvernig hennar reynsla og þekking getur nýst öðrum en á sama tíma leggur hún mikið upp úr því hjálpa fólki að nota sína eigin reynslu og innsæi til að taka ákvarðanir sem henta hverjum og einum. Heiða hefur einnig áralanga reynslu af viðskiptaráðgjöf, stjórnun og mannauðsmálum sem er ótvíræður kostur þegar kemur að markþjálfun.”

  Bjarni Freyr CEO Isafold travel
 • "Aðalheiður kom að mótun þjónustustefnu fyrir Vodafone vorið 2018. Vinnustofan var vel skipulögð og árangursrík. Hún leiddi hópinn markvisst að því að taka ákvarðanir og úr varð fullmótuð þjónustustefna tilbúin til innleiðingar"

  Berglind Hreiðarsdóttir
 • "Aðalheiður hefur veitt mér og stjórnendum Þjóðskrár Íslands ráðgjöf við innleiðingu sýnilegrar stjórnunar og umbótamenningar. Þar kom fram einstakur hæfileiki hennar að virkja starfsmenn með það að leiðarljósi að ná fram einföldun og samvirkni verkferla svo að þjónusta Þjóðskrár Íslands megi verða betri í dag en hún var í gær."

  Margrét Hauksdóttir Forstjóri
 • „Ný tækni og nýjar kröfur kalla stöðugt á endurskipulagningu í rekstri fyrirtækja og stofnana. Þá kemur sér vel að geta leitað til utanaðkomandi ráðgjafa til að greina stöðuna og útlista mögulegar lausnir. Góður ráðgjafi finnur bestu lausnina og framúrskarandi er sá sem jafnframt smíðar lykilinn að farsælli innleiðingu. Lyklar Heiðu hafa reynst hagleikssmíði og ráðgjöf hennar arðbær fjárfesting."

  Steingrímur Ari Arason fv. forstjóri Sjúkratygginga Íslands.
 • Við hjá Lyfjastofnun höfum fengið Aðalheiði til liðs við okkur í hinum ýmsu verkefnum eins og stefnumótun, innleiðingu stefnu og núna nýlega við markþjálfum. Það er ástæður fyrir að við leitum ítrekað til hennar sem ráðgjafa. Hún hefur góða yfirsýn í opinberan rekstur, er fljót að setja sig inn í málin og er praktísk í úrlausnum. Hún nýtur trausts stjórnenda og starfmanna sem er mikilvægt þegar þarf að innleiða breytingar með aðstoð ráðgjafa.

  Rúna Hauksdóttir Hvannberg Forstjóri Lyfjastofnun
 • Heiða leiddi mig skref fyrir skref í gegnum eina stærstu áskorun sem ég hef tekist á við á mínum starfsferli sem stjórnandi. Innsýn hennar, leiðsögn og hvatning var ómetanlegur stuðningur. Hún hefur einstakt lag á að setja sig inn í aðstæður og greina kjarnann frá hisminu. Ég mæli eindregið með markþjálfun hjá Heiðu.

  Salóme Guðmundsdóttir Icelandic Startups / framkvæmdastjóri
 • Ég er mjög ánægð með að hafa verið í markþjálfun hjá Aðalheiði. Það er mjög gott að tala við hana og hún hefur hjálpað mér við að setja hugmyndir sem ég hef verið með og verkefni til að takast á við eftir starfslok í víðara samhengi. Hún hefur líka verið dugleg við að reyna að ýta mér út fyrir þægindarammann og henni hefur tekist það. Hún er jafnframt góður leiðbeinandi við að takast á við erfiðar aðstæður í daglegu lífi. Þess vegna myndi ég og hef reyndar nú þegar mælt með Aðalheiði sem markþjálfa. Það hefur komið mér þægilega á óvart hversu gott er að fara til markþjálfa til að kortleggja framtíðina sem best.

  Björg Björnsdóttir Lyfjafræðingur
 • Ég hef unnið með Heiðu um nokkurt skeið í ýmsum verkefnum. Ég fengið hana til að aðstoða mig við að ná betur utan um verklag í mínu fyrirtæki en auk þess leita ég gjarnan til hennar með almenna ráðgjöf og ráðleggingar. Það er einstaklega gott að eiga samskipti og vinna með Heiðu. Hún fer ekki í kringum hlutina og leggur fram hagnýtar leiðir til lausnar. Þannig myndi ég sjálfur vilja veita ráðgjöf.

  Sigurjón B Hákonarson Framkvæmdarstjóri Ozio
 • Ég fór í markþjálfun vegna óvissu um tímann sem fram undan var. Heiða greindi þarfir mínar og með hennar aðstoð gerði ég áætlun sem kom mér á ákveðna staði í lífinu sem ég hefði ekki getað ímyndað mér að ég kæmist á. Hún hefur einstakt innsæi, sér hlutina frá öðru sjónarhorni og aðstoðar mann við að nýta hæfileika á þeim sviðum sem hæfir. Eftir markþjálfun hjá Heiðu hef ég haft kjark til þess að stíga út fyrir kassann og því mæli ég afdráttarlaust með henni sem markþjálfa.

  María M. Jóhannsdóttir
 • Ég kynntist störfum Aðalheiðar í gegnum vinnuna þar sem hún hefur verið ráðgjafi varðandi ýmis mál síðastliðin ár. Ég vissi því hvernig hún vinnur áður en ég bókaði minn fyrsta tíma hjá henni í stjórnendamarkþjálfun. Markþjálfun hjá Aðalheiði hefur nýst mér bæði í starfi sem og leik og ég hef nú þegar mælt með markþjálfun hjá henni við mína samstarfsmenn. Hún er mjög fær og hefur alltaf getað leiðbeint mér, sama hvernig mál ég ber á borð í tímum hjá henni. Ég mæli tvímælalaust með markþjálfun hjá Aðalheiði fyrir alla þá sem þurfa á hverskyns leiðsögn að halda, hvort sem um ræðir í starfi eða einkalífi.

  Jana Rós Reynisdóttir Deildarstjóri samskiptadeildar

Teymisvinna – liðsheild

Ein helsta áskorun stjórnenda í dag er dreifing ábyrgðar og að finna aðferðir sem hægt er að vinna með sem viðhalda og styðja við samvinnu innan hópsins. Í ráðgjöf um teymisvinnu er farið yfir núverandi áskoranir á vinnustaðnum og styrkleika teymisins sem unnið er með til að finna nýjar leiðir sem geta hentað.

Ráðgjöf
Ráðgjöf

Innleiðing stefnu og skipulagsbreytinga

Stefnumótun og áætlanagerð eru hluti af starfsemi allra fyrirtækja. Hins vegar geta komið upp ýmsar hindranir þegar kemur að því að innleiða stefnu og gera breytingar á daglegri starfsemi í takt við áætlanir eða breytingar á skipuriti.

Hvort sem breytingar eru framundan eða endurskoða þarf innleiðingu með nýjum hætti getur utanaðkomandi ráðgjöf verið góður kostur.

Sveigjanlegur vinnutími

Á síðustu árum hafa ýmis fyrirtæki, stofnanir og starfseiningar innan sveitarfélaga stytt vinnuvikuna með jákvæðum árangri m.t.t. vinnumenningar og líðan starfsmanna innan og utan vinnustaðar. Til að ná fram bættri nýtingu tíma og forðast aukinn kostnað þarf að notast við snjallar leiðir til að bæta núverandi vinnuumhverfi.
Ég legg ríka áherslu á mikla samvinnu starfmanna og stjórnenda við innleiðingu á sveigjanleika á vinnutíma. Tækifærin og leiðirnar eru fjölmörg sem vert er að kanna frekar.

Miðað við þá reynslu sem tilraunaverkefnin hafa hingað til skilað má ætla að ávinningur þessa fyrirkomulags geti verið mikill fyrir alla hlutaðeigandi.

Ráðgjöf
Ráðgjöf

Mannauðsstjórnun

Miklar breytingar eru að eiga sér stað á vinnumarkaði og hafa mismunandi kynslóðir og starfsstéttir ólíkar hugmyndir og skoðanir á vinnumarkaðnum, hvað er gott starfsumhverfi og jafnframt hvaða felst í góðri stjórnun. Í boði er ráðgjöf á sviði mannauðsstjórnunar og stjórnunar almennt. Hér er meðal annars unnið með stefnumörkun i mannauðsmálum, ráðgjöf varðandi innri ferla og uppbyggingu árangurshvata, endurgjöf og frammistöðumat.

Straumlínustjórnun

Innleiðing straumlínustjórnunar felur í sér að hjarta starfseminnar sé alltaf í takt við þarfir viðskiptavina. Stundum þarf að skoða alla starfsemina út frá nýju sjónarhorni. Aðferðafræðin er í senn mjög kraftmikil og lærdómsrík og kallar á nýjar nálganir í stjórnun og eflingu starfsmanna.

Ráðgjöf í straumlínustjórnun er bæði sett upp sem stjórnendaráðgjöf sem og ráðgjöf við innleiðingu breytinga. Námskeið og vinnustofur nýtast vel samhliða ráðgjöf.

Sú ráðgjöf sem er í boði er greining á vegferð viðskiptavina, stöðugar umbætur, innleiðing töflufunda, sjónræn stjórnum, leiðtogaráðgjöf, ráðgjöf vegna árangursmælinga og markmiða.

Megin markmiðið er að bjóða viðskiptavinum þá ráðgjöf sem hentar þeirra starfi og markmiðum til árangurs.

Ráðgjöf
Ráðgjöf

Þjónustustjórnun

Þjónustustjórnun getur verið lykillinn að árangursríkum rekstri. Þar þarf margt að haldast í hendur til að vel megi vera. Í breyttu starfsumhverfi þar sem mörg störf eru að breytast í sjálfvirka ferla er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að einblína á það sem skiptir mestu máli, viðskiptavinina sjálfa og ánægju og upplifun þeirra. Hins vegar fylgja þessari þróun nýjar áskoranir í stjórnun og þróum starfsmanna.
Ráðgjöf getur falið í sér aðstoð við greiningar á núverandi stöðu út frá fyrirliggjandi gögnum og með því að afla nýrra upplýsinga, greining á núverandi þjónustuferlum og mótun framtíðarsýnar, aðstoð við gerð þjónustumælikvarða og stefnu ásamt innleiðingu og eftirfylgni þeirra.
Vinnustofur og námskeið eru oft nýttar samhliða ráðgjöf i þjónustustjórnun.

Hafðu samband

Sendu mér skilaboð og ég hef samband við fyrsta tækiæri.

0