Sameiginleg þjálfun styrkir samstarfið

Ertu að leita að einhverju nýju til þess að efla hópinn? 

Við erum stöðugt að bæta við okkur þekkingu og hæfni, á hverjum degi því allt tekur breytingum. En það er gott að gefa sér tíma aukalega og fara með hópinn í gegnum sameignlega þjálfun og fræðslu, skýra fókusinn og efla teymið í leiðinni.

Breytingar eru fjölbreytt og áhugavert viðfangsefni. Hluti af vel heppnuðum breytingum er upplýsingaflæði, hugmyndavinna auk þess að skapa eftirvæntingu og sameiginlega ábyrgð á vegferðinni.   – En það er svo margt fleira. 

Námskeið

Fjölbreytt námskeið með fyrirlestrum, umræðum, hugmyndavinnu og verkefnum. Við lærum og meðtökum með misjöfnum hætti og þess vegna er mikilvægt að á námskeiði gefist færi á að læra, prófa sig áfram með nýja tækni og aðferðir í stuttum lotum. Þegar ég kem inn í fyrirtæki með námskeið er algengast að ég setji saman námskeið sérsniðið að þörfum viðkomandi rekstrar hverju sinni.

Námskeið í boði:

Fyrir stjórnendur

Snarpari í stjórnun

Snarpari í stjórnun

– að geta brugðist við og gripið inn í aðstæður á réttum tíma

Á þessu námskeiði eru þekkt einkenni vanvirkrar og meðvirkrar stjórnunar kynntar auk leiða til þess að forðast tiltekið munstur. Unnið er með tækifæri, tækni og leiðir stjórnenda til að skapa vinnumenningu byggða á hvatningu, hrósi og endurgjöf í starfi. Í námskeiðinu er innifalið sjálfsmat og markmiðasetning.

Það helsta sem fjallað er um:

Meðvirkni

Vanvirkni

Stjórnandinn vs leiðtoginn

Ávinningur

Það sem þú tekur með þér úr námskeiðinu og öðlast reynslu á:

– Geta áttað sig á meðvirkri stjórnunarhegðun

– Geta áttað sig á óvirkri stjórnunarhegðun

– Getað skapað góða vinnumenningu

– Tæki og tól til þess að verða að leiðtoga í starfi

Lengd: 2 klst

Leiðandi stjórnun

Leiðandi stjórnun

– með aðferðum markþjálfans

Stjórnendur standa daglega frammi fyrir ýmsum áskorunum þar sem erfitt er að feta sig rétt út. Þetta námskeið er ætlað stjórnendahópum sem hafa áhuga á því að fá enn meira út úr samtölum við starfsmenn sína þar sem öflugar samskiptaaðferðir markþjálfunar eru notaðar til grundvallar.

Það helsta sem fjallað er um:

Virk hlustun

Greinandi samtöl

Sterk endurgjöf

Ávinningur

Það sem þú tekur með þér úr námskeiðinu og öðlast reynslu á:

-Geta greint frekar þarfir starfsmanna
-Gefið leiðréttandi endurgjöf
-Verið leiðandi stjórnandi

Lengd: 2 klst

Leiðtoginn í nýju ljósi

Leiðtoginn í nýju ljósi

– Námskeið sem kemur á óvart!

Á þessu námskeiði er fjallað um leiðtogahæfni og hvernig skilgreining á leiðtogum hefur breyst í áranna rás. Þátttakendur námskeiðsins fá tækifæri til að horfa til eigin eiginleika og hæfni auk þess að setja sér skýr markmið til þess að ná áföngum sem leiðtogar.

Það helsta sem fjallað er um:

Fyrirmyndir og leiðtogar

Fastmótað og vaxandi hugarfar

Ábyrgð

Hæfni og snilldin

Ávinningur

Það sem þú tekur með þér úr námskeiðinu og öðlast reynslu á:

-Getað áttað sig á eigin hugarfari og gripið inn í
-Átta sig á eigin hæfni
-Fundið snilld sína

Lengd: 2 klst

Leiðin að léttari endurgjöf

Leiðin að léttari endurgjöf

Sérstaklega rakið ferli rekjanleika á leiðréttingu vegna opinberra starfsmanna fyrir opinbera vinnustaði

Þetta námskeið fjallar um það hvað þarf að hafa í huga og hvað ber að varast þegar leiðrétta þarf hegðun starfsmanns. Námskeiðið hentar nýjum sem og eldri stjórnendum sem hafa áhuga á því að bæta sína endurgjöf. Í námskeiðinu verður farið yfir helstu skref með dæmum, æfingum og umræðum.

Það helsta sem fjallað er um:

Við hverju má búast sem stjórnandi

Meginreglur endurgjafar

Leiðréttandi endurgjöf

Hugsun í lausnum

Styðjandi stjórnun

Ávinningur

Það sem þú tekur með þér úr námskeiðinu og öðlast reynslu á:

-Verið tilbúin að veita endurgjöf af öllum gerðum

-Getað hugsað í lausnum frekar en vandamálum

-Styðjandi stjórnun

Lengd: 2 klst

Að byggja upp öflug teymi

Að byggja upp öflug teymi

– uppbyggjandi samstarf

Hlutverk stjórnenda er sífellt að breytast og birtist það enn fremur í teymisvinnu þar sem teymisvinna þvert á vinnustaði er orðin algengari en áður. Á þessu námskeiði eru forsendur fyrir góðri teymisvinnu kynntar og hvernig hlutverk stjórnenda endurspeglast í þeim. Á námskeiðinu læra stjórnendur að sjá hvað gerist ef forsendur fara að bresta og möguleg viðbrögð við slíkum aðstæðum.

Það helsta sem fjallað er um:

Ólíkar tegundir teymi

Mikilvægi hugarfars

Undirstöður teyma

Afmörkun verkefna

Ávinningur

Það sem þú tekur með þér úr námskeiðinu og öðlast reynslu á:

-Geta brugðist rétt við ólíkum aðstæðum í teymisvinnu

-Grundvöllur góðrar teymisvinnu

Lengd: 2 klst

Fyrir hópinn

Samstarf með Lean

Samstarf með Lean

– stöðugar umbætur

Á þessu námskeiði verður farið yfir hvernig hægt er að nýta teymishugsun með aðferðum straumlínustjórnunar. Straumlínustjórnun byggir á því að hjarta starfseminnar sé ætíð í takt við þarfir viðskiptavina og notenda.

Það helsta sem fjallað er um:

Tegundir teyma

Upplýsingaflæði og samskiptaleiðir

Aðferðir straumlínustjórnunar

Ávinningur

Það sem þú tekur með þér úr námskeiðinu og öðlast reynslu á:

-Betra upplýsingaflæði

-Heilbrigt samstarf á meðal starfsmanna

-Minni sérhæfing starfsmanna

-Bætt og aukin þjónusta

Lengd: 2 klst

Heilbrigt samstarf

Heilbrigt samstarf

– að fara úr hóp yfir í teymi

Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu kosti og kröfur teymisvinnu á vinnustaðnum. Hvernig góð teymisvinna og heilbrigt samstarf stuðlar að bættu vinnuumhverfi meðal starfsmanna. Námskeiðið hentar stórum sem og litlum hópum.

Það helsta sem fjallað er um:

Hugarfar

Tækifæri og leiðir í samstarfi

Heilbrigt samstarf

Hópur vs teymi

Ávinningur

Það sem þú tekur með þér úr námskeiðinu og öðlast reynslu á:

-Betra upplýsingaflæði

-Heilbrigt samstarf á meðal starfsmanna

-Minni sérhæfing starfsmanna

-Bætt og aukin þjónusta

Lengd: 2 klst

Þjónusta í þrívídd

Þjónusta í þrívídd

– sjálfvirkari þjónusta sem er mikilvægari en nokkru sinni fyrr

Þjónusta hefur margar hliðar og endurspeglast innan allra fyrirtækja í samskiptum, forgangsröðun, samheldni og árangri. Á þessu námskeiði er farið yfir grunnþætti þjónustustýringar, mikilvæg augnablik í þjónustu og samspil þessara tveggja þátta. Hér gefst hópnum tækifæri á að vinna sérstaklega með þjónustustýringu. Þetta námskeið hentar bæði framlínustarfsmönnum sem og sérfræðingum og hefur skilað frábærum árangri.

Það helsta sem fjallað er um:

Grunnþætti þjónustustýringar

Virðisstraum

Virði viðskiptavinar

Sjálfvirk þjónustu – bætt þjónusta

Ávinningur

Það sem þú tekur með þér úr námskeiðinu og öðlast reynslu á:

-Starfsmenn öðlast yfirsýn yfir kosti bættrar þjónustu

-Aukin þjónustu fyrir viðskiptavini

-Einfaldari leiðir í bættri þjónustu

Lengd: 2 klst

Straumlínustjórnun

Betri í dag en í gær

Betri í dag en í gær

-sjónræn stjórnun

Á námskeiðinu eru hugmyndir og aðferðir straumlínustjórnunar kynntar fyrir hópnum auk þess sem beint verður sjónum að sóun, henni velt upp og fundnar eru nýjar leiðir til þess að gera betur. Hér gefst tækifæri til þess að vinna með hópnum í hugmyndavinnu og þarfagreiningu fyrir teymisfundi og innleiðingu töflufunda eða annarrar sjónrænnar stjórnunar.

Það helsta sem fjallað er um:

Aðferðir straumlínustjórnunar

Mikilvægi teyma

Töflufundir

Sjónræn stjórnun

Ávinningur

Það sem þú tekur með þér úr námskeiðinu og öðlast reynslu á:

-Aukinn hugmyndavinna

-Ný sjónarhorn

-Tækifæri til umbóta og breytinga

Lengd: 2 klst

Að hefja innleiðingu straumlínustjórnunar

Að hefja innleiðingu straumlínustjórnunar

Þú færð ekki svarta beltið, en verður klár í slaginn!

Á námskeiðinu er farið yfir aðgerða- og hugmyndafræði sem straumlínustjórnun byggir á. Stjórnendum gefst færi á að skoða eigin tækifæri og áskoranir auk þess að fá tækifæri til að þjálfa sig og starfsmenn sína í að koma auga á og heillast af umbótatækifærum, vinna með greiningu og innleiðingu.

Það helsta sem fjallað er um:

Grunnhugmyndafræði straumlínustjórnunar og tækifæri

Góðar leiðir til að hefjast handa innan fyrirtækja

Hagnýt dæmi um hvað hefur reynst vel og hvaða lærdóm hægt er að draga

Ávinningur

Það sem þú tekur með þér úr námskeiðinu og öðlast reynslu á:

-Þú verður klár í slaginn til breytinga og umbóta með aðferðum straumlínustjórnunar

-Þú færð ný gleraugu sem gefa þér nýtt sjónarhorn

-Öðlast getu til að þjálfa þig og starfsmenn þína í að horfa frá öðru sjónarhorni.

Lengd: 2 klst

Töflur og töfralausnir

Töflur og töfralausnir

–  teymisfundir með töflum

Á námskeiðinu er fjallað um hvaða tækifæri gefast við reglubundna fundi teyma þar sem notast er við töflur og hvernig mælikvarðar eru heppilegir. Námskeiðið er ætlað stjórnendum til þess að gefa þeim tækifæri til innleiðingu töflufunda með því markmiði að auka samstarf og upplýsingaflæði. Námskeiðið skiptist í tvo hluta þar sem síðari hlutinn miðar af því að gefa stjórnendum fleiri verkfæri sér til stuðnings.

Það helsta sem fjallað er um:

Tíðni og eðli fundi

Efni funda

Hvað á ekki að vera á dagskrá

Ýmsir mælikvarðar

Sjónræn stjórnun

Spurningatækni

Leiðir til að viðhalda gæðum

Ávinningur

Það sem þú tekur með þér úr námskeiðinu og öðlast reynslu á:

-Getu til þess að viðhalda góðum töflufundum

-Tækni og verkfæri við töflufundi

-Aukinn hugmyndavinna

-Ný sjónarhorn

Lengd: tvisvar sinnum 2 klst með þriggja vikna millibili

Umsagnir

  • "Aðalheiður er fljót að átta sig á því hvernig hennar reynsla og þekking getur nýst öðrum en á sama tíma leggur hún mikið upp úr því hjálpa fólki að nota sína eigin reynslu og innsæi til að taka ákvarðanir sem henta hverjum og einum. Heiða hefur einnig áralanga reynslu af viðskiptaráðgjöf, stjórnun og mannauðsmálum sem er ótvíræður kostur þegar kemur að markþjálfun.”

    Bjarni Freyr CEO Isafold travel
  • "Aðalheiður kom að mótun þjónustustefnu fyrir Vodafone vorið 2018. Vinnustofan var vel skipulögð og árangursrík. Hún leiddi hópinn markvisst að því að taka ákvarðanir og úr varð fullmótuð þjónustustefna tilbúin til innleiðingar"

    Berglind Hreiðarsdóttir
  • "Aðalheiður hefur veitt mér og stjórnendum Þjóðskrár Íslands ráðgjöf við innleiðingu sýnilegrar stjórnunar og umbótamenningar. Þar kom fram einstakur hæfileiki hennar að virkja starfsmenn með það að leiðarljósi að ná fram einföldun og samvirkni verkferla svo að þjónusta Þjóðskrár Íslands megi verða betri í dag en hún var í gær."

    Margrét Hauksdóttir Forstjóri
  • „Ný tækni og nýjar kröfur kalla stöðugt á endurskipulagningu í rekstri fyrirtækja og stofnana. Þá kemur sér vel að geta leitað til utanaðkomandi ráðgjafa til að greina stöðuna og útlista mögulegar lausnir. Góður ráðgjafi finnur bestu lausnina og framúrskarandi er sá sem jafnframt smíðar lykilinn að farsælli innleiðingu. Lyklar Heiðu hafa reynst hagleikssmíði og ráðgjöf hennar arðbær fjárfesting."

    Steingrímur Ari Arason fv. forstjóri Sjúkratygginga Íslands.
  • Við hjá Lyfjastofnun höfum fengið Aðalheiði til liðs við okkur í hinum ýmsu verkefnum eins og stefnumótun, innleiðingu stefnu og núna nýlega við markþjálfum. Það er ástæður fyrir að við leitum ítrekað til hennar sem ráðgjafa. Hún hefur góða yfirsýn í opinberan rekstur, er fljót að setja sig inn í málin og er praktísk í úrlausnum. Hún nýtur trausts stjórnenda og starfmanna sem er mikilvægt þegar þarf að innleiða breytingar með aðstoð ráðgjafa.

    Rúna Hauksdóttir Hvannberg Forstjóri Lyfjastofnun
  • Heiða leiddi mig skref fyrir skref í gegnum eina stærstu áskorun sem ég hef tekist á við á mínum starfsferli sem stjórnandi. Innsýn hennar, leiðsögn og hvatning var ómetanlegur stuðningur. Hún hefur einstakt lag á að setja sig inn í aðstæður og greina kjarnann frá hisminu. Ég mæli eindregið með markþjálfun hjá Heiðu.

    Salóme Guðmundsdóttir Icelandic Startups / framkvæmdastjóri
  • Ég er mjög ánægð með að hafa verið í markþjálfun hjá Aðalheiði. Það er mjög gott að tala við hana og hún hefur hjálpað mér við að setja hugmyndir sem ég hef verið með og verkefni til að takast á við eftir starfslok í víðara samhengi. Hún hefur líka verið dugleg við að reyna að ýta mér út fyrir þægindarammann og henni hefur tekist það. Hún er jafnframt góður leiðbeinandi við að takast á við erfiðar aðstæður í daglegu lífi. Þess vegna myndi ég og hef reyndar nú þegar mælt með Aðalheiði sem markþjálfa. Það hefur komið mér þægilega á óvart hversu gott er að fara til markþjálfa til að kortleggja framtíðina sem best.

    Björg Björnsdóttir Lyfjafræðingur
  • Ég hef unnið með Heiðu um nokkurt skeið í ýmsum verkefnum. Ég fengið hana til að aðstoða mig við að ná betur utan um verklag í mínu fyrirtæki en auk þess leita ég gjarnan til hennar með almenna ráðgjöf og ráðleggingar. Það er einstaklega gott að eiga samskipti og vinna með Heiðu. Hún fer ekki í kringum hlutina og leggur fram hagnýtar leiðir til lausnar. Þannig myndi ég sjálfur vilja veita ráðgjöf.

    Sigurjón B Hákonarson Framkvæmdarstjóri Ozio
  • Ég fór í markþjálfun vegna óvissu um tímann sem fram undan var. Heiða greindi þarfir mínar og með hennar aðstoð gerði ég áætlun sem kom mér á ákveðna staði í lífinu sem ég hefði ekki getað ímyndað mér að ég kæmist á. Hún hefur einstakt innsæi, sér hlutina frá öðru sjónarhorni og aðstoðar mann við að nýta hæfileika á þeim sviðum sem hæfir. Eftir markþjálfun hjá Heiðu hef ég haft kjark til þess að stíga út fyrir kassann og því mæli ég afdráttarlaust með henni sem markþjálfa.

    María M. Jóhannsdóttir
  • Ég kynntist störfum Aðalheiðar í gegnum vinnuna þar sem hún hefur verið ráðgjafi varðandi ýmis mál síðastliðin ár. Ég vissi því hvernig hún vinnur áður en ég bókaði minn fyrsta tíma hjá henni í stjórnendamarkþjálfun. Markþjálfun hjá Aðalheiði hefur nýst mér bæði í starfi sem og leik og ég hef nú þegar mælt með markþjálfun hjá henni við mína samstarfsmenn. Hún er mjög fær og hefur alltaf getað leiðbeint mér, sama hvernig mál ég ber á borð í tímum hjá henni. Ég mæli tvímælalaust með markþjálfun hjá Aðalheiði fyrir alla þá sem þurfa á hverskyns leiðsögn að halda, hvort sem um ræðir í starfi eða einkalífi.

    Jana Rós Reynisdóttir Deildarstjóri samskiptadeildar

Vinnustofur

  • Sveigjanlegur vinnustaður – okkar leið
  • Heilbrigt vinnuumhverfi –  þarfir og uppbygging
  • Innleiðing gilda og sterkari fyrirtækjabrags
  • Greining umbótatækifæra
  • Undirbúningur teyma fyrir breytingar
  • Mótun og þróun þjónustustefnu 
  • Greining lykilferla 
  • Úrvinnsla vinnustaðagreininga

Vertu forvitin - Spurðu!

Hafðu samband

Sendu mér skilaboð og ég hef samband við fyrsta tækiæri.

0