Sameiginleg þjálfun styrkir samstarfið
Ertu að leita að einhverju nýju til þess að efla hópinn?
Við erum stöðugt að bæta við okkur þekkingu og hæfni, á hverjum degi því allt tekur breytingum. En það er gott að gefa sér tíma aukalega og fara með hópinn í gegnum sameignlega þjálfun og fræðslu, skýra fókusinn og efla teymið í leiðinni.
Breytingar eru fjölbreytt og áhugavert viðfangsefni. Hluti af vel heppnuðum breytingum er upplýsingaflæði, hugmyndavinna auk þess að skapa eftirvæntingu og sameiginlega ábyrgð á vegferðinni. – En það er svo margt fleira.
Námskeið
Fjölbreytt námskeið með fyrirlestrum, umræðum, hugmyndavinnu og verkefnum. Við lærum og meðtökum með misjöfnum hætti og þess vegna er mikilvægt að á námskeiði gefist færi á að læra, prófa sig áfram með nýja tækni og aðferðir í stuttum lotum. Þegar ég kem inn í fyrirtæki með námskeið er algengast að ég setji saman námskeið sérsniðið að þörfum viðkomandi rekstrar hverju sinni.
Námskeið í boði:
Fyrir stjórnendur
Snarpari í stjórnun
– að geta brugðist við og gripið inn í aðstæður á réttum tíma
Á þessu námskeiði eru þekkt einkenni vanvirkrar og meðvirkrar stjórnunar kynntar auk leiða til þess að forðast tiltekið munstur. Unnið er með tækifæri, tækni og leiðir stjórnenda til að skapa vinnumenningu byggða á hvatningu, hrósi og endurgjöf í starfi. Í námskeiðinu er innifalið sjálfsmat og markmiðasetning.
Það helsta sem fjallað er um:
Meðvirkni
Vanvirkni
Stjórnandinn vs leiðtoginn
Ávinningur
Það sem þú tekur með þér úr námskeiðinu og öðlast reynslu á:
– Geta áttað sig á meðvirkri stjórnunarhegðun
– Geta áttað sig á óvirkri stjórnunarhegðun
– Getað skapað góða vinnumenningu
– Tæki og tól til þess að verða að leiðtoga í starfi
Lengd: 2 klst
Leiðandi stjórnun
– með aðferðum markþjálfans
Stjórnendur standa daglega frammi fyrir ýmsum áskorunum þar sem erfitt er að feta sig rétt út. Þetta námskeið er ætlað stjórnendahópum sem hafa áhuga á því að fá enn meira út úr samtölum við starfsmenn sína þar sem öflugar samskiptaaðferðir markþjálfunar eru notaðar til grundvallar.
Það helsta sem fjallað er um:
Virk hlustun
Greinandi samtöl
Sterk endurgjöf
Ávinningur
–Það sem þú tekur með þér úr námskeiðinu og öðlast reynslu á:
-Geta greint frekar þarfir starfsmanna
-Gefið leiðréttandi endurgjöf
-Verið leiðandi stjórnandi
Lengd: 2 klst
-Gefið leiðréttandi endurgjöf
-Verið leiðandi stjórnandi
Leiðtoginn í nýju ljósi
– Námskeið sem kemur á óvart!
Á þessu námskeiði er fjallað um leiðtogahæfni og hvernig skilgreining á leiðtogum hefur breyst í áranna rás. Þátttakendur námskeiðsins fá tækifæri til að horfa til eigin eiginleika og hæfni auk þess að setja sér skýr markmið til þess að ná áföngum sem leiðtogar.
Það helsta sem fjallað er um:
Fyrirmyndir og leiðtogar
Fastmótað og vaxandi hugarfar
Ábyrgð
Hæfni og snilldin
Ávinningur
–Það sem þú tekur með þér úr námskeiðinu og öðlast reynslu á:
-Getað áttað sig á eigin hugarfari og gripið inn í
-Átta sig á eigin hæfni
-Fundið snilld sína
Lengd: 2 klst
-Átta sig á eigin hæfni
-Fundið snilld sína