Betri í dag en í gær

Viltu fá innblástur í breytingaferlið framundan ? 

Af hverju er erfitt að innleiða breytingar  á sumum vinnustöðum en öðrum ekki? Breytingastjórnun er fjölbreytt og áhugavert viðfangsefni.  Hluti af vel heppnuðum breytingum er upplýsingaflæði, hugmyndavinna og að skapa eftirvæntingu og sameiginlega ábyrgð á vegferðinni.   – en það er svo margt fleira. 

Reglulega fæ ég beiðnir um að halda fyrirlestra um breytingar,  hugarfar, áskoranir og samvinnu.      

Það er alltaf gott að fá innblástur inn í hópinn.

Hér er sýnishorn af þeim fyrirlestrum sem ég hef haldið við ýmis tækifæri.

Fyrirlestrar

 • Að sveigja vinnutíma –  hvernig og hvar ?
 • Hvenær eru breytingarnar búnar ? 
 • Þú áttir ekki von á þessu !  –  Frábær frávik
 • Með eða án klaka –  er framtíðar stjórnandinn þjónn ?
 • Stytting vinnuviku – raunhæfur framtíðarkostur
 • Tíminn er ekki vandamál
 • Betri í dag enn í gær  –  að læra eitthvað nýtt á hverjum degi
 • Straumlínustjórnun  –  í stuttu máli  
 • Lærdómur við innleiðingu straumlínustjórnunar- við hverju má búast?
 • Hlutverk mannauðsstjórnunar í Lean
 • Tækifærin í ósigrunum  
 • Innleiðing stefnu með straumlinustjórnun 
 • Sterk liðsheild – einkenni og efling
 • Mikilvæg augnarblik í þjónustu 
 • Með þjónustublik í augum – leiðin að hjarta þjónstu

Senda fyrirspurn

Umsagnir

 • "Aðalheiður er fljót að átta sig á því hvernig hennar reynsla og þekking getur nýst öðrum en á sama tíma leggur hún mikið upp úr því hjálpa fólki að nota sína eigin reynslu og innsæi til að taka ákvarðanir sem henta hverjum og einum. Heiða hefur einnig áralanga reynslu af viðskiptaráðgjöf, stjórnun og mannauðsmálum sem er ótvíræður kostur þegar kemur að markþjálfun.”

  Bjarni Freyr CEO Isafold travel
 • "Aðalheiður kom að mótun þjónustustefnu fyrir Vodafone vorið 2018. Vinnustofan var vel skipulögð og árangursrík. Hún leiddi hópinn markvisst að því að taka ákvarðanir og úr varð fullmótuð þjónustustefna tilbúin til innleiðingar"

  Berglind Hreiðarsdóttir
 • "Aðalheiður hefur veitt mér og stjórnendum Þjóðskrár Íslands ráðgjöf við innleiðingu sýnilegrar stjórnunar og umbótamenningar. Þar kom fram einstakur hæfileiki hennar að virkja starfsmenn með það að leiðarljósi að ná fram einföldun og samvirkni verkferla svo að þjónusta Þjóðskrár Íslands megi verða betri í dag en hún var í gær."

  Margrét Hauksdóttir Forstjóri
 • „Ný tækni og nýjar kröfur kalla stöðugt á endurskipulagningu í rekstri fyrirtækja og stofnana. Þá kemur sér vel að geta leitað til utanaðkomandi ráðgjafa til að greina stöðuna og útlista mögulegar lausnir. Góður ráðgjafi finnur bestu lausnina og framúrskarandi er sá sem jafnframt smíðar lykilinn að farsælli innleiðingu. Lyklar Heiðu hafa reynst hagleikssmíði og ráðgjöf hennar arðbær fjárfesting."

  Steingrímur Ari Arason fv. forstjóri Sjúkratygginga Íslands.
 • Við hjá Lyfjastofnun höfum fengið Aðalheiði til liðs við okkur í hinum ýmsu verkefnum eins og stefnumótun, innleiðingu stefnu og núna nýlega við markþjálfum. Það er ástæður fyrir að við leitum ítrekað til hennar sem ráðgjafa. Hún hefur góða yfirsýn í opinberan rekstur, er fljót að setja sig inn í málin og er praktísk í úrlausnum. Hún nýtur trausts stjórnenda og starfmanna sem er mikilvægt þegar þarf að innleiða breytingar með aðstoð ráðgjafa.

  Rúna Hauksdóttir Hvannberg Forstjóri Lyfjastofnun

Vinnustofur

 • Sveigjanlegur vinnustaður – okkar leið
 • Heilbrigt vinnuumhverfi –  þarfir og uppbygging
 • Innleiðing gilda og sterkari fyrirtækjabrags
 • Greining umbótatækifæra
 • Undirbúningur teyma fyrir breytingar
 • Mótun og þróun þjónustustefnu 
 • Greining lykilferla 
 • Úrvinnsla vinnustaðagreininga

Námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir

Fjölbreytt námskeið með fyrirlestrum, umræðum, hugmyndavinnu og verkefnum. Mér finnst mikilvægt að þeir sem koma á námskeið prófi sig áfram með nýja tækni og aðferðir í stuttum lotum. Þegar ég kem inn í fyrirtæki með námskeið er algengast að ég setji saman námskeið sérsniðið að þörfum viðkomandi rekstrar hverju sinni.

Nokkur dæmi um námskeið eru:

 

 • Leiðandi stjórnun með aðferðum makþjálfans – fáðu enn meira út úr samtölum með öflugum samskiptaaðferðum.
 • Snarpari í stjórnun – að halda uppi takti í endurgjöf. Tækifæri og leiðir stjórnenda til að skapa vinnumenningu byggða á hvatningu, hrósi og endurgjöf í starfi.
 • Ferli leiðréttandi endurgjafar – hvað þarf að hafa í huga og hvað ber að varast.
 • Hlutverk stjórnenda í teymisvinnu – við hverju má búast og helstu áskoranir sem starfsfólk og stjórnendur standa frammi fyrir.

Fyrir  starfsmannahópinn

 • Heilbrigt samstarf –kostir og kröfur teymisvinnu á vinnustaðnum. Á námskeiðinu er fjallað um hugarfar, tækifæri og leiðir í samstarfi. Hvað einkennir heilbrigt samstarf og muninn á milli hópa og teyma.
 • Samstarf með Lean – að nýta teymishugsun með aðferðum straumlínustjórnunar. Á námskeiðinu er farið ítarlegar í tegundir teyma, upplýsingaflæði og samskiptaleiðir. Kynntar eru aðferðir straumlínustjórnunar sem geta nýst í kröftuga teymisvinnu.

 

Straumlínustjórnun

 • Að hefja innleiðingu straumlínustjórnunar – fyrir stjórnendur 2 x 3 klst
 • Þristurinn – A3 aðferðin  – 3 1/2 klst
 • Sjónræn stjórnun  og uppsetning á töflum 4 klst
 • Leiðandi í Lean – styðjandi leiðtoga –  fyrir sérfræðinga í lean innleiðingu  ​2 x 4 klst

Hafðu samband

Sendu mér skilaboð og ég hef samband við fyrsta tækiæri.

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0