Betri í dag en í gær

Fyrirlestrar og starfsdagar

Viltu fá nýtt sjónarhorn á fundinn og opna umræðuna innan hópsins? Sem ráðgjafi og stjórnandi hef ég komið að skipulagningu og stýringu starfsdaga og funda. Undanfarin ár hef ég samt í auknum mæli komið að sem fyrirlesari eða leitt vinnu hluta úr degi.

Efnistök hafa verið fjölbreytt á undanförnum árum, ef til vill má bjóða þér eitthvað af þessu möguleikum eða fá mig til þess að fjalla um eitthvað allt annað:

 • “Æskilegt að umsækjendur séu með ADHD” – eiginleikar og birtingamyndir hjá fullorðnum gætu komið þér á óvart
 • “Ég er með hugmynd”  –  starfsmaðurinn og stjórnandinn með ADHD
 • Að sveigja vinnutíma –  hvernig og hvar?
 • Er hægt að breyta móralnum – vinnustaðamenning er merkileg
 • Gaman að þú skulir spyrja – hugleiðingar um hvernig við notum spurningar í samskiptum
 • Er verið að tala um splitt? – hvað er sveigjanlegur vinnustaður?
 • Hvenær eru breytingarnar búnar?
 • Er hægt að breyta hugarfari?
 • Vanvirk og meðvirk í stjórnun
 • Þú áttir ekki von á þessu!  –  Frábær frávik
 • Með eða án klaka –  er framtíðar stjórnandinn þjónn?
 • Stytting vinnuviku – raunhæfur framtíðarkostur
 • Tíminn er ekki vandamál
 • Betri í dag en í gær  –  að læra eitthvað nýtt á hverjum degi
 • Straumlínustjórnun  –  í stuttu máli
 • Lærdómur við innleiðingu straumlínustjórnunar – við hverju má búast?
 • Hlutverk mannauðsstjórnunar í Lean
 • Tækifærin í ósigrunum
 • Innleiðing stefnu með straumlínustjórnun
 • Sterk liðsheild – einkenni og efling
 • Mikilvæg augnablik í þjónustu
 • Með þjónustublik í augum – leiðin að hjarta þjónustu

Hafðu samband

Sendu mér skilaboð og ég hef samband við fyrsta tækiæri.

0