Það gerist meira þegar fleiri koma að lausninni

  • Greining tækifæra

    Greiningarsamtal með markþjálfa um núverandi stöðu og næstu skref. Styrking í starfi

  • Leiðtogaþjálfun

    Áskoranir stjórnandans. Árangur í starfi. Á undan í atvinnuleit. Að vinna sjálfstætt.

  • Ráðgjöf

    Breytingarstjórnun Straumlínustjórnun Þjónustustýring Sveigjanlegur vinnutími Mannauðsstjórnun

  • Fyrirlestrar

    Vinnufundir Fræðslufundir Starfsdagar

  • Námskeið

    Stjórnendaþjálfun Námskeið Vinnustofur

Umsagnir

  • "Heiða greinir kjarna máls fljótt og vinnur einstaklega vel með hóp að lausnum til árangurs. Fullt hús stiga."

    Sigurjón Örn Þórsson Framkvæmdastjóri
  • “Ég kom til Heiðu með óljósa mynd af því sem mig langaði að gera. Ég vissi ekki hverju ég mátti búast við, en eftir tvo tíma með henni hafði ég skýra mynd af því sem ég ætlaði að gera, öryggi til að ganga í verkið og verkfæri til að láta hlutina gerast. Heiða spurði réttra spurninga og fékk mig til að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni en áður. Hún hjálpaði mér að sjá að ég hef alla burði til að láta drauma mína rætast. Ég mun svo sannarlega hitta Heiðu aftur þegar kemur að því að taka næsta skref í atvinnulífinu, hjálp hennar var ómetanleg fyrir mig í því stóra skrefi sem ég svo síðar tók”

    Elín Halldórsdóttir Stofnandi Komma Strik
  • "Aðalheiður er fljót að átta sig á því hvernig hennar reynsla og þekking getur nýst öðrum en á sama tíma leggur hún mikið upp úr því hjálpa fólki að nota sína eigin reynslu og innsæi til að taka ákvarðanir sem henta hverjum og einum. Heiða hefur einnig áralanga reynslu af viðskiptaráðgjöf, stjórnun og mannauðsmálum sem er ótvíræður kostur þegar kemur að markþjálfun.”

    Bjarni Freyr CEO Isafold travel
  • "Aðalheiður kom að mótun þjónustustefnu fyrir Vodafone vorið 2018. Vinnustofan var vel skipulögð og árangursrík. Hún leiddi hópinn markvisst að því að taka ákvarðanir og úr varð fullmótuð þjónustustefna tilbúin til innleiðingar"

    Berglind Hreiðarsdóttir
  • "Ég get hiklaust mælt með markþjálfun Aðalheiðar. Ekki aðeins býr hún yfir miklu innsæi á sviði mannlegra og faglegra samskipta, heldur tekst henni að leiða mann í gegnum áskoranir með það að markmiði að hægt sé að leysa vandamálin af eigin raun með markvissum hætti. Ég er margs vísari og mun nýta mér veganesti hennar til frambúðar"

    Berglind Bragadóttir
  • "Aðalheiður hefur veitt mér og stjórnendum Þjóðskrár Íslands ráðgjöf við innleiðingu sýnilegrar stjórnunar og umbótamenningar. Þar kom fram einstakur hæfileiki hennar að virkja starfsmenn með það að leiðarljósi að ná fram einföldun og samvirkni verkferla svo að þjónusta Þjóðskrár Íslands megi verða betri í dag en hún var í gær."

    Margrét Hauksdóttir Forstjóri
  • „Ný tækni og nýjar kröfur kalla stöðugt á endurskipulagningu í rekstri fyrirtækja og stofnana. Þá kemur sér vel að geta leitað til utanaðkomandi ráðgjafa til að greina stöðuna og útlista mögulegar lausnir. Góður ráðgjafi finnur bestu lausnina og framúrskarandi er sá sem jafnframt smíðar lykilinn að farsælli innleiðingu. Lyklar Heiðu hafa reynst hagleikssmíði og ráðgjöf hennar arðbær fjárfesting."

    Steingrímur Ari Arason fv. forstjóri Sjúkratygginga Íslands.
  • Við hjá Lyfjastofnun höfum fengið Aðalheiði til liðs við okkur í hinum ýmsu verkefnum eins og stefnumótun, innleiðingu stefnu og núna nýlega við markþjálfum. Það er ástæður fyrir að við leitum ítrekað til hennar sem ráðgjafa. Hún hefur góða yfirsýn í opinberan rekstur, er fljót að setja sig inn í málin og er praktísk í úrlausnum. Hún nýtur trausts stjórnenda og starfmanna sem er mikilvægt þegar þarf að innleiða breytingar með aðstoð ráðgjafa.

    Rúna Hauksdóttir Hvannberg Forstjóri Lyfjastofnun
  • Heiða leiddi mig skref fyrir skref í gegnum eina stærstu áskorun sem ég hef tekist á við á mínum starfsferli sem stjórnandi. Innsýn hennar, leiðsögn og hvatning var ómetanlegur stuðningur. Hún hefur einstakt lag á að setja sig inn í aðstæður og greina kjarnann frá hisminu. Ég mæli eindregið með markþjálfun hjá Heiðu.

    Salóme Guðmundsdóttir Icelandic Startups / framkvæmdastjóri
  • Ég er mjög ánægð með að hafa verið í markþjálfun hjá Aðalheiði. Það er mjög gott að tala við hana og hún hefur hjálpað mér við að setja hugmyndir sem ég hef verið með og verkefni til að takast á við eftir starfslok í víðara samhengi. Hún hefur líka verið dugleg við að reyna að ýta mér út fyrir þægindarammann og henni hefur tekist það. Hún er jafnframt góður leiðbeinandi við að takast á við erfiðar aðstæður í daglegu lífi. Þess vegna myndi ég og hef reyndar nú þegar mælt með Aðalheiði sem markþjálfa. Það hefur komið mér þægilega á óvart hversu gott er að fara til markþjálfa til að kortleggja framtíðina sem best.

    Björg Björnsdóttir Lyfjafræðingur
Hafðu samband

Sendu mér skilaboð og ég hef samband við fyrsta tækiæri.

0