Leiðtogafærni þarfnast stöðugrar þjálfunar og löngunar til að ná því besta fram í sér og öðrum

Stjórnendamarkþjálfun

Stjórnendaþjálfun er einstaklega áhrifarík leið til að hjálpa stjórnendum að ná meiri og markvissari árangri í lífi og starfi. Aðferðafræði stjórnendaþjálfunar byggir á viðurkenndri viðtalstækni sem beitt er á sérstakan hátt með það að markmiði að laða fram það besta í hverjum og einum.

Stjórnendaþjálfinn veitir stuðning, aðhald og hvatningu við að gera breytingar og festa nýja starfshætti og venjur í sessi auk þess að skora á viðteknar venjur og vinnubrögð. Dæmi um áskoranir sem stjórnendur standa oft frammi fyrir eru t.d. vald- og verkefnadreifing, úrlausn ágreiningsmála, samskipti við hagsmunaaðila og svo framvegis.

Stjórnendaþjálfun byggir á reglubundnum samtölum stjórnenda við stjórnendaþjálfa. Viðskiptavinurinn velur sér viðfangsefni og stjórnendaþjálfinn leggur fyrir hann krefjandi spurningar sem hjálpa honum að setja sér markmið, efla styrkleika sína og finna áhrifaríkar lausnir.

Þjálfunin er alltaf sérsniðin út frá þörfum hvers og eins.

Leiðtogaþjálfun

Bóka

Hleð inn ...

Umsagnir

 • "Heiða greinir kjarna máls fljótt og vinnur einstaklega vel með hóp að lausnum til árangurs. Fullt hús stiga."

  Sigurjón Örn Þórsson Framkvæmdastjóri
 • “Ég kom til Heiðu með óljósa mynd af því sem mig langaði að gera. Ég vissi ekki hverju ég mátti búast við, en eftir tvo tíma með henni hafði ég skýra mynd af því sem ég ætlaði að gera, öryggi til að ganga í verkið og verkfæri til að láta hlutina gerast. Heiða spurði réttra spurninga og fékk mig til að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni en áður. Hún hjálpaði mér að sjá að ég hef alla burði til að láta drauma mína rætast. Ég mun svo sannarlega hitta Heiðu aftur þegar kemur að því að taka næsta skref í atvinnulífinu, hjálp hennar var ómetanleg fyrir mig í því stóra skrefi sem ég svo síðar tók”

  Elín Halldórsdóttir Stofnandi Komma Strik
 • "Aðalheiður er fljót að átta sig á því hvernig hennar reynsla og þekking getur nýst öðrum en á sama tíma leggur hún mikið upp úr því hjálpa fólki að nota sína eigin reynslu og innsæi til að taka ákvarðanir sem henta hverjum og einum. Heiða hefur einnig áralanga reynslu af viðskiptaráðgjöf, stjórnun og mannauðsmálum sem er ótvíræður kostur þegar kemur að markþjálfun.”

  Bjarni Freyr CEO Isafold travel
 • "Aðalheiður kom að mótun þjónustustefnu fyrir Vodafone vorið 2018. Vinnustofan var vel skipulögð og árangursrík. Hún leiddi hópinn markvisst að því að taka ákvarðanir og úr varð fullmótuð þjónustustefna tilbúin til innleiðingar"

  Berglind Hreiðarsdóttir
 • "Ég get hiklaust mælt með markþjálfun Aðalheiðar. Ekki aðeins býr hún yfir miklu innsæi á sviði mannlegra og faglegra samskipta, heldur tekst henni að leiða mann í gegnum áskoranir með það að markmiði að hægt sé að leysa vandamálin af eigin raun með markvissum hætti. Ég er margs vísari og mun nýta mér veganesti hennar til frambúðar"

  Berglind Bragadóttir
 • "Aðalheiður hefur veitt mér og stjórnendum Þjóðskrár Íslands ráðgjöf við innleiðingu sýnilegrar stjórnunar og umbótamenningar. Þar kom fram einstakur hæfileiki hennar að virkja starfsmenn með það að leiðarljósi að ná fram einföldun og samvirkni verkferla svo að þjónusta Þjóðskrár Íslands megi verða betri í dag en hún var í gær."

  Margrét Hauksdóttir Forstjóri
 • „Ný tækni og nýjar kröfur kalla stöðugt á endurskipulagningu í rekstri fyrirtækja og stofnana. Þá kemur sér vel að geta leitað til utanaðkomandi ráðgjafa til að greina stöðuna og útlista mögulegar lausnir. Góður ráðgjafi finnur bestu lausnina og framúrskarandi er sá sem jafnframt smíðar lykilinn að farsælli innleiðingu. Lyklar Heiðu hafa reynst hagleikssmíði og ráðgjöf hennar arðbær fjárfesting."

  Steingrímur Ari Arason fv. forstjóri Sjúkratygginga Íslands.
 • Við hjá Lyfjastofnun höfum fengið Aðalheiði til liðs við okkur í hinum ýmsu verkefnum eins og stefnumótun, innleiðingu stefnu og núna nýlega við markþjálfum. Það er ástæður fyrir að við leitum ítrekað til hennar sem ráðgjafa. Hún hefur góða yfirsýn í opinberan rekstur, er fljót að setja sig inn í málin og er praktísk í úrlausnum. Hún nýtur trausts stjórnenda og starfmanna sem er mikilvægt þegar þarf að innleiða breytingar með aðstoð ráðgjafa.

  Rúna Hauksdóttir Hvannberg Forstjóri Lyfjastofnun

Árangur í stafi – stjórnendaþjálfun

Effective Personal Productivity® LMI

Ég býð upp á þjálfun úr smiðju Leadership Management® International, Inc sem nefnist Árangur í starfi.  Í þjálfuninni vinnur þátttakandinn með eigin afköst, greinir hvað skiptir máli í starfinu og vinnur að því að breyta því sem hann er ósáttur við. Lögð er áhersla á að finna nýjar leiðir í nýtingu eigin starfskrafta og í stjórnun annarra. Kynnt eru mörg stjórnunarverkfæri, sem stjórnandinn getur þjálfað sig í að nota til að efla sjálfan sig og auka mannauð fyrirtækisins.

Um er að ræða 6 lotur. Hverri lýkur með samtali við þjálfara. Gert er ráð fyrir 12-18 vikna þjálfunartíma, allt eftir óskum viðskiptavinar. Reynslan hefur sýnt að mjög öflug leið sé að þjálfa nokkra stjórnendur á sama tíma innan rekstrareininga.

Það hefur gefið góða raun við framkvæmd þjálfunar en fyrst og fremst reynist það eflandi leið fyrir stjórnendurna sjálfa og samstarf þeirra á milli.

Leadership Management® International, Inc. hefur verið leiðandi fyrirtæki í þjálfun stjórnenda í meira en 50 ár. Þjálfunarefnið frá LMI hefur verið þýtt á meira en 30 tungumál í yfir 80 löndum.

Vita meira

Bóka kynningarfund

Finndu tíma sem hentar þér að byrja

Samtal við þjálfara

Stöðumat og skipulagning þjálfunar

6 þjálfunarlotur

Þjálfunarefni gerir ráð fyrir amk 2 tíma heimavinnu á viku.

Þjálfunarsamtöl

Samtöl við þjálfara á 2 – 3 vikna fresti, eftir óskum viðskiptavina

Útskrift

Þátttakandi útskrifast með skírteini frá LMI, áfanganum fagnað.

Undirbúningur

Kynning á viðfangsefnum og áskorunum, Ákvörðun um þjálfunarleið, fundatíma og eigin vinnu þátttakandans

Persónuleg
framleiðni

Farið yfir arðbær og mikilvæg verkefni. Viðhorf til skipulagningar og markmiða, sjálfsmat og markaðssetning.

Að ná markmiðum
með tímastjórnun

Ávinningur skriflegra markmiðasetningar. Mat á skilvirkni og nýtingu tíma.

Að auka framleiðni
með forgangsröðun

Greining á truflunum og óarðbærum verkefnum.
Markmiðasetning og aðgerðaráætlun.

Að auka framleiðni
meðmarkvissum
samskiptum

Innlifun, markvissar spurningar og hlustun. Hagnýtar æfingar og þjálfun.

Að virkja teymi

Valddreifing í daglegum störfum. Áherslur stjórnandans.
Starfshópurinn og valddreifingarstiginn. Valdreifingar áætlun.

Framleiði teymis

Leiðir til að virkja teymið með aukinni framleiðni. Námsumhverfi og endumenntun.

Þekking

 

 

Ásetningur

 

 

Verkfæri

 

 

Yfirvegun

 

 

Þjálfun

 

 

Vöxtur

Hafðu samband

Sendu mér skilaboð og ég hef samband við fyrsta tækiæri.

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0