Leiðtogafærni þarfnast stöðugrar þjálfunar og löngunar til að ná því besta fram í sér og öðrum
Stjórnendamarkþjálfun
Stjórnendaþjálfun er einstaklega áhrifarík leið til að hjálpa stjórnendum að ná meiri og markvissari árangri í lífi og starfi. Aðferðafræði stjórnendaþjálfunar byggir á viðurkenndri viðtalstækni sem beitt er á sérstakan hátt með það að markmiði að laða fram það besta í hverjum og einum.
Stjórnendaþjálfinn veitir stuðning, aðhald og hvatningu við að gera breytingar og festa nýja starfshætti og venjur í sessi auk þess að skora á viðteknar venjur og vinnubrögð. Dæmi um áskoranir sem stjórnendur standa oft frammi fyrir eru t.d. vald- og verkefnadreifing, úrlausn ágreiningsmála, samskipti við hagsmunaaðila og svo framvegis.
Stjórnendaþjálfun byggir á reglubundnum samtölum stjórnenda við stjórnendaþjálfa. Viðskiptavinurinn velur sér viðfangsefni og stjórnendaþjálfinn leggur fyrir hann krefjandi spurningar sem hjálpa honum að setja sér markmið, efla styrkleika sína og finna áhrifaríkar lausnir.
Þjálfunin er alltaf sérsniðin út frá þörfum hvers og eins.

Bóka

Umsagnir
Bóka kynningarfund
Finndu tíma sem hentar þér til þess að byrja
Samtal við þjálfara
Stöðumat og skipulagning þjálfunar
Þjálfun
Hver tími er 60 – 90 mín.
Speglun árangurs og framþróun
Regluleg markþjálfum eykur skuldbindingu þína til árangurs
Leiðarljós leiðtogans
– Námskeiðsleiðir fyrir einstaklinga
Þegar við lifum og störfum meðvituð um hvað skiptir okkur mestu máli á þann hátt að það samræmist gildismati okkar höfum við góð tækifæri til að skapa okkur persónulega og nærandi vegferð í leik og starfi.
Að finna og skilja hvernig við náum að vinna að þeim tilgangi sem við teljum mikilvægastan, samkvæmt okkar gildum og náum að nýta hæfni okkar, færir okkur á slóð persónulegrar sköpunar, sem er eitt af því mikilvægasta sem við getum gert fyrir okkur sjálf. Að hafa skýran skilning á því hvers vegna við veljum okkur vegferð okkar er öflugri en nokkur efnisleg umbun, munnlegt lof eða ástríðan ein og sér.
Á þessu einstaklingsmiðaða námskeiði er unnið með styrkleika og persónulega reynslu og gildismat þátttakenda. Markmiðið er að þátttakandi finni mikilvægustu gildi sín en ekki síður hvað hann brennur fyrir.
Gildi og gildismat okkar geta virkað sem áttaviti þegar kemur að því að taka mikilvægar ákvarðanir í lífi og starfi en ekki síður til þess að ákveða hvaða starfsvettvangur muni til lengri tíma vera eflandi fyrir okkur sem einstaklinga. Gildin geta því verið sem leiðarljós í vegferð okkar.
– Námskeiðsleiðir fyrir einstaklinga
